Að fá sér hund
Að mörgu ber að huga áður en tekin er ákvörðun um að fá sér hvolp enda útheimtir það tíma, peninga og óþrjótandi þolinmæði. Varlega áætlað hleypur stofnkostnaður við að fá sér hreinræktaðan hund frá viðurkenndum ræktanda á u.þ.b. 250 þúsund krónum. Ekki þarf aðeins að greiða ræktanda fyrir hvolpinn og ættbókina heldur einnig að fjárfesta í búri, stáldöllum, taumum og ólum; sækja námskeið í hundauppeldi, greiða fyrir bólusetningar auk skráningar- og eftirlitsgjalda til hundaeftirlits í viðkomandi sveitarfélagi.
Fyrstu vikurnar
Þegar að hvolpurinn kemur inn á heimilið útheimtir hann stöðuga athygli og gerir stykkin sín á óviðeigandi stöðum á öllum tímum sólarhringsins! Nauðsynlegt er því að gefa sér góðan tíma fyrstu dagana til að venja hvolpinn við heimilið og þjálfa hann í að gera stykkin sín utandyra. Hvolpar eru gjarnir á að naga allt sem fyrir þeim verður og tryggja þarf sérstaklega að hvolpurinn komist ekki í rafmagnsnúrur. Gott er að hafa nóg af nagbeinum fyrir hvolpinn fyrstu 9 mánuðina og dregur það úr hættu á skemmdum á skóm, plöntum o.fl.
Við ráðleggjum fólki að setja upp búr á fyrsta degi og venja hvolpinn á að vera í búrinu þegar að heimilismeðlimir eru uppteknir og eins þegar gengið er til náða. Búrið er í senn griðastaður hundsins og gagnlegt tæki til að forða innanstokksmunum frá hvössum tönnum hvolpsins! Eftir fyrstu 2-3 dagana er ráðlagt að byrja á að venja hvolpinn við að vera skilinn eftir einn heima. Hvolpurinn er þá skilinn eftir í búrinu í stuttan tíma í einu en tíminn svo lengdur smátt saman eftir því sem að sjálfstraust hvolpsins eykst. Ef að hvolpurinn er tekinn með í bílinn er gott að hafa þar búr eða setja á hann þar til gerðan nagmúl.
Fóðrun
Velja þarf vandað fóður fyrir hvolpinn en hundafóður er þeim kostum gætt að uppfylla alla næringaþörf dýrsins og því er ekki þörf á að bæta upp með öðrum mat. Labrador hundar eru þekktir fyrir góða matarlyst og hættir því til að hlaupa í spik sem hefur svo aftur slæm áhrif á heilsufar þeirra. Mikilvægt er því að fylgjast vel með þyngd hundsins og halda honum í kjörþyngd. Gott er að hundurinn hafi aðgang að vatni öllum stundum. Ekki er mælt með að skipt oft um fóður þar sem að breytingum á fóðri getur fylgt umtalsvert hárlos. Gera má ráð fyrir að fóðrun labrador hunds kosti allt að 10.000 krónum á mánuði.
Feldhirða
Við rétta og stöðuga fóðrun dregur verulega úr hárlosi og takmarkast það að mestu við nokkra vikna tímabil á vorin og haustin þegar að hundurinn skiptir um feld. Gott er þó að kemba dýrinu reglulega til að viðhalda fallegum feldi. Nægilegt er að skola hundinn með volgu vatni þegar feldurinn verður skítugur en ef notuð er hundasápa er gott að blása feldinn þurran með köldum blæstri úr hárblásara en það dregur verulega úr hárlosi næstu daga á eftir.
Hundahald í þéttbýli
Með breytingu á lögum um fjöleignarhús sem gengu í gildi vorið 2011 þarf ekki lengur samþykki annarra eigenda fyrir hundahaldi ef íbúð er með sérinngang eða gengið er inn um sameiginlegar útitröppur. Ef gengið er inn í íbúð um sameiganlegan stigagang þarf samþykki 2/3 eigenda en ekki allra eins og áður var.
Hundahald í þéttbýli er þó háð ýmsum takmörkunum og skilyrðum og ber eiganda m.a. að skrá hundinn hjá sínu sveitar-félagi innan mánaðar frá því að hann kemur inn á heimilið. Hundinn þarf svo að ormahreinsa árlega og greiða af honum eftirlitsgjöld. Skráningargjald í Reykjavík er kr. 18.000 og árlegt eftirlitsgjald kr. 18.000 en í Garðabæ, Kópavogi, Hafnarfirði og á Álftanesi er skráningargjald kr. 12.600 og árlegt eftirlitsgjald kr. 12.000. Öll þessi sveitarfélög veita 50% afslátt af eftirlitsgjaldi hafi hundaeigandi sótt viðurkennd námskeið. Ábyrgðartrygging er innifalin í eftirlitsgjaldinu.
Nauðsynlegt er að kynna sér hundasamþykkt sveitarfélagsins áður en ákvörðun er tekin um að fá sér hund.
Samþykkt um hundahald í Reykjavík
Samþykkt um hundahald á Álftanesi, í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi
Fyrstu vikurnar
Þegar að hvolpurinn kemur inn á heimilið útheimtir hann stöðuga athygli og gerir stykkin sín á óviðeigandi stöðum á öllum tímum sólarhringsins! Nauðsynlegt er því að gefa sér góðan tíma fyrstu dagana til að venja hvolpinn við heimilið og þjálfa hann í að gera stykkin sín utandyra. Hvolpar eru gjarnir á að naga allt sem fyrir þeim verður og tryggja þarf sérstaklega að hvolpurinn komist ekki í rafmagnsnúrur. Gott er að hafa nóg af nagbeinum fyrir hvolpinn fyrstu 9 mánuðina og dregur það úr hættu á skemmdum á skóm, plöntum o.fl.
Við ráðleggjum fólki að setja upp búr á fyrsta degi og venja hvolpinn á að vera í búrinu þegar að heimilismeðlimir eru uppteknir og eins þegar gengið er til náða. Búrið er í senn griðastaður hundsins og gagnlegt tæki til að forða innanstokksmunum frá hvössum tönnum hvolpsins! Eftir fyrstu 2-3 dagana er ráðlagt að byrja á að venja hvolpinn við að vera skilinn eftir einn heima. Hvolpurinn er þá skilinn eftir í búrinu í stuttan tíma í einu en tíminn svo lengdur smátt saman eftir því sem að sjálfstraust hvolpsins eykst. Ef að hvolpurinn er tekinn með í bílinn er gott að hafa þar búr eða setja á hann þar til gerðan nagmúl.
Fóðrun
Velja þarf vandað fóður fyrir hvolpinn en hundafóður er þeim kostum gætt að uppfylla alla næringaþörf dýrsins og því er ekki þörf á að bæta upp með öðrum mat. Labrador hundar eru þekktir fyrir góða matarlyst og hættir því til að hlaupa í spik sem hefur svo aftur slæm áhrif á heilsufar þeirra. Mikilvægt er því að fylgjast vel með þyngd hundsins og halda honum í kjörþyngd. Gott er að hundurinn hafi aðgang að vatni öllum stundum. Ekki er mælt með að skipt oft um fóður þar sem að breytingum á fóðri getur fylgt umtalsvert hárlos. Gera má ráð fyrir að fóðrun labrador hunds kosti allt að 10.000 krónum á mánuði.
Feldhirða
Við rétta og stöðuga fóðrun dregur verulega úr hárlosi og takmarkast það að mestu við nokkra vikna tímabil á vorin og haustin þegar að hundurinn skiptir um feld. Gott er þó að kemba dýrinu reglulega til að viðhalda fallegum feldi. Nægilegt er að skola hundinn með volgu vatni þegar feldurinn verður skítugur en ef notuð er hundasápa er gott að blása feldinn þurran með köldum blæstri úr hárblásara en það dregur verulega úr hárlosi næstu daga á eftir.
Hundahald í þéttbýli
Með breytingu á lögum um fjöleignarhús sem gengu í gildi vorið 2011 þarf ekki lengur samþykki annarra eigenda fyrir hundahaldi ef íbúð er með sérinngang eða gengið er inn um sameiginlegar útitröppur. Ef gengið er inn í íbúð um sameiganlegan stigagang þarf samþykki 2/3 eigenda en ekki allra eins og áður var.
Hundahald í þéttbýli er þó háð ýmsum takmörkunum og skilyrðum og ber eiganda m.a. að skrá hundinn hjá sínu sveitar-félagi innan mánaðar frá því að hann kemur inn á heimilið. Hundinn þarf svo að ormahreinsa árlega og greiða af honum eftirlitsgjöld. Skráningargjald í Reykjavík er kr. 18.000 og árlegt eftirlitsgjald kr. 18.000 en í Garðabæ, Kópavogi, Hafnarfirði og á Álftanesi er skráningargjald kr. 12.600 og árlegt eftirlitsgjald kr. 12.000. Öll þessi sveitarfélög veita 50% afslátt af eftirlitsgjaldi hafi hundaeigandi sótt viðurkennd námskeið. Ábyrgðartrygging er innifalin í eftirlitsgjaldinu.
Nauðsynlegt er að kynna sér hundasamþykkt sveitarfélagsins áður en ákvörðun er tekin um að fá sér hund.
Samþykkt um hundahald í Reykjavík
Samþykkt um hundahald á Álftanesi, í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi