Um okkur
Okkur hjónin hafði lengi langað í hund og létum drauminn loks verða að veruleika haustið 2007 en bjuggum þá í Hunderupshverfinu í hjarta Odense. Börnin okkar voru þá aðeins 2 og 5 ára og kom því ekkert annað til greina en barnvænn fjölskylduhundur. Eftir að hafa kynnt okkur málið ítarlega varð Labrador fyrir valinu enda eru ljúfari og skemmtilegri tegundir vandfundnar.
Það má með sanni segja að við höfum dottið í lukkupottinn þegar að við fundum Chuna. Glaðlyndari og skemmtilegri hund er vart hægt að hugsa sér. Að okkar mati er hún hinn fullkomni fjölskylduhundur og tekur fullan þátt í heimilislífinu, er í senn einkaþjálfari foreldranna og trúnaðarvinur barnanna, enda finnst henni fátt betra en að hnoðast með börnunum eftir röskan göngutúr með eldri kynslóðinni.
Eftir að við fluttum heim til Íslands ákváðum að hefja ræktun í áhugaskyni og gefa fleirum kost á því að eignast frábæran fjölskylduhund. Hundarnir okkar alast upp inni á heimilinu og eru því vanir börnum og þeim skarkala sem þeim fylgir.
Okkar leiðarljós í ræktun eru;
1. Heilbrigði hundsins ofar öllu.
2. Skapgerð hundsins skal vera stofninum til sóma.
3. Útlit og uppbygging hundsins uppfylli ræktunarmarkmið FCI.
4. Hundurinn hafi góða hæfni og eiginleika til vinnu.
Það má með sanni segja að við höfum dottið í lukkupottinn þegar að við fundum Chuna. Glaðlyndari og skemmtilegri hund er vart hægt að hugsa sér. Að okkar mati er hún hinn fullkomni fjölskylduhundur og tekur fullan þátt í heimilislífinu, er í senn einkaþjálfari foreldranna og trúnaðarvinur barnanna, enda finnst henni fátt betra en að hnoðast með börnunum eftir röskan göngutúr með eldri kynslóðinni.
Eftir að við fluttum heim til Íslands ákváðum að hefja ræktun í áhugaskyni og gefa fleirum kost á því að eignast frábæran fjölskylduhund. Hundarnir okkar alast upp inni á heimilinu og eru því vanir börnum og þeim skarkala sem þeim fylgir.
Okkar leiðarljós í ræktun eru;
1. Heilbrigði hundsins ofar öllu.
2. Skapgerð hundsins skal vera stofninum til sóma.
3. Útlit og uppbygging hundsins uppfylli ræktunarmarkmið FCI.
4. Hundurinn hafi góða hæfni og eiginleika til vinnu.