Got 15. mars 2014 - UPPSELT!
Þann 15. mars fæddust tvær gular labrador tíkur og þrír gulir rakkar. Faðir hvolpanna er C.I.E. ISShCh Buckholt Cecil eða Bassi. Bassi er stigahæsti labrador hundur á sýningum HRFÍ árin 2011, 2012 og 2013! Hann er bæði íslenskur og alþjóðlegur sýningarmeistari. Bassi er einstaklega ljúfur og yfirvegaður hundur. Móðir hvolpanna er St. Hunderups Blissful Birta, efnileg tík úr fyrsta gotinu okkar. Birtu hefur gengið mjög vel á hundasýningum, hefur fengið þrjú meistaraefni og tvenn heiðursverðlaun. Birta er öguð en ákveðin tík og mjög dugmikill veiðihundur. Báðir foreldrar eru við góða heilsu og standast allar heilsufarskröfur sem HRFÍ gerir til undaneldisdýra.