Við pöruðum Tinnu (Chuna) við Leiru Rösk í febrúar og eigum von á gulum og svörtum hvolpum í apríl. Þetta er annað gotið okkar og m.v. árangurinn sem að hvolpar úr fyrra goti hafa skilað á sýningum erum við að vonum spennt.
Röskur er íslenskur sýningarmeistari (ISSHCH) og annar stigahæsti hundur retrieverdeildar á árinu 2011. Hann hefur hlotið ótal viðurkenningar þ.m.t. 11 meistaraefni (CK), 3 íslensk meistarastig (CAC), 1 alþjóðlegt meistarastig (CACIB) og 1 var alþjóðlegt meistarastig (res-CACIB). Hann hefur tvisvar verið valinn besti hundur tegundar (BOB) og þrisvar sinnum orðið besti hundur af gagnstæðu kyni (BOS). Hvolpur undan Röski varð nýlega þriðji besti hvolpur sýningar í Svíþjóð.
Röskur er íslenskur sýningarmeistari (ISSHCH) og annar stigahæsti hundur retrieverdeildar á árinu 2011. Hann hefur hlotið ótal viðurkenningar þ.m.t. 11 meistaraefni (CK), 3 íslensk meistarastig (CAC), 1 alþjóðlegt meistarastig (CACIB) og 1 var alþjóðlegt meistarastig (res-CACIB). Hann hefur tvisvar verið valinn besti hundur tegundar (BOB) og þrisvar sinnum orðið besti hundur af gagnstæðu kyni (BOS). Hvolpur undan Röski varð nýlega þriðji besti hvolpur sýningar í Svíþjóð.