Hvolparnir eru búnir að sprengja utan af sér gotkassann og hafa nú lagt undir sig bílskúrinn. Allir komnir með ólar í lit þannig að auðveldara sé að þekkja þá í sundur. Þeir eru komnir á fast fóður með móðurmjólkinni og braggast ótrúlega vel. Eigum enn eftir eina tík ólofaða og tvo rakka.